Heimsmetið í bolaprentun

mrcompFyrirtækið M&R framleiðir margar af bestu silkiprentvélum í heiminum og í júní 2013 settu þeir heimsmet í silkiprentun á boli en við hjá Bros notum einmitt 12 lita M&R vél í vinnslunni okkar. Prentarinn Luis Omar Viera stóð við vélina allan tímann en hann átti fyrra heimsmetið sem var 1909 bolir á klukkutíma. Hann rústaði eigin meti og prentaði 2139 boli eða um 35 boli á mínútu.