Ætlar þú að hlaupa í sumar?

Hlaup er ódýr og heilsusamleg líkamsrækt. Það eina sem þarf til að byrja að hlaupa er fatnaðurinn og góða skapið. Hlaup er eitthvað sem hægt er að gera einn með sjálfum sér, með hundinum, fjölskyldunni eða jafnvel vinnufélögunum. Á Íslandi má víða finna góða staði fyrir heilsusamlegt skokk og göngutúra og útiveran ein og sér er góð fyrir líkama og sál. Um leið og farið er úr göngugírnum og gefið í smá hlaup þá fer líkaminn strax að eyða meiri orku og brennsla eykst. Með því að hlaupa eða ganga úti þá minnkarðu m.a.  líkurnar á hjarta- og lungnasjúkdómum og bætir andlega líðan.

 

Color runGötuhlaup eru orðin vinsæl og árlega er hægt að taka þátt í mörgum hlaupum víðs vegar um landið. Í hverjum mánuði eru í boði nokkur hlaup þó langflest séu stunduð yfir sumartímann. Stærstu hlaupin eru Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Víðavangshlaup ÍR og Kvennahlaupið en Kvennahlaupið er haldið á yfir 100 stöðum víðs vegar um heiminn.  Þá verður Color Run hlaupið haldið í annað sinn í sumar. Flest bæjarfélög eru með árlegt götuhlaup og má þar t.d. nefna Brúarhlaupið á Selfossi, Mýrdalshlaupið og Þrístrendinginn. Síðurnar marathon.is og hlaup.is eru með góðar upplýsingar um þau hlaup sem í boði eru á hverju ári

 

Hjá Bros auglýsingavörum er hægt að kaupa fatnað og annan búnað fyrir hlaup og aðra hreyfingu. Við bjóðum upp á góða hlaupaboli frá Fruit of the Loom og erum með úrval af auglýsingavörum sem fara vel með hlaupinu. Fallega merktur hlaupabolur er góð gjöf og hlaupahópurinn í vinnunni lítur betur út á götunni í vel merktum fatnaði.

 

Þú getur skoðað tilboðið okkar á hlaupavörum hér