DTF prentun

DTF (Direct-to-Film) prentun er nýjasta tækni í fatnaðarmerkingum og gefur þér frelsi sem ekki hefur sést áður. Með þessari aðferð færðu skýra liti, fín smáatriði og prent sem leggst mjúklega á flíkina – hvort sem það er bómull, polyester eða blanda.

Helstu kostir DTF

Ótrúleg litadýpt – allt frá ljósmyndum til gradienta og fíngerðra lína.
Mjúk áferð – prentið fylgir hreyfingu og andar með flíkinni.
Ending – þolir þvott aftur og aftur án þess að flagna.
Fjölbreytt efni – hentar bæði á dökkar og ljósar flíkur.
Sveigjanlegar pantanir – fullkomið fyrir hópa, félög, fyrirtæki og viðburði.

Skil á skjölum

Til að tryggja sem bestu útkomu er mikilvægt að grafíkin sé rétt undirbúin:

  • Bestu snið: PDF, PNG eða TIFF

  • Upplausn: 300 dpi eða hærra

  • Bakgrunnur: Transparent (gegnsær) fyrir logo eða grafík

  • Litir: RGB fyrir hámarks litamettun

Við leiðbeinum alltaf ef vafi kemur upp, svo ferlið verður einfalt og niðurstaðan fagleg.

Af hverju við?

Við höfum meira en 30 ára reynslu í fatnaðarmerkingum og vinnum eingöngu með gæðamerki eins og Fruit of the Loom og Russell. Þannig tryggjum við að útkoman sé bæði vönduð og endingargóð.