Púðaprentun

Púðaprentun hentar vel við prentun á smáhluti eins og penna.

Áður en prentun hefst þarf filmur. Fyrsta skrefið í prentferlinu er að lýsa merkið í prentklisju. Prentklisjunni er síðan komið fyrir í vélinni og prentlitir valdir. Eftir prufuprentun og þegar prentari er sáttur við útkomu þá hefst fjöldaframleiðsla. Vélin er handmötuð þannig að hvert stykki er handfjatlað. Flest stykki eru tilbúin þegar merkið er komið á en í sumum tilvikum þarf að bíða eftir að málning þornar.

Prentvélin getur prentað allt að 4 liti og hægt er að prenta allt að 1000 stykki á klukkustund.