Russell skyrtur

Upplýsingar um gæði Russell skyrtana ásamt punktum sem aðstoða þig við val á þeim skyrtum sem passa fyrir þig og þínar þarfir. 

STÍLLINN ER Í
SMÁATRIÐUNUM

Langar ermar eða stuttar

Báðir möguleikar virka fyrir felst öll tilefni en skyrtur með löngum ermum eru taldar virðulegri í útliti. Ávalt skal nota síðerma skyrtur undir jakka eða jakkaföt.

Hin fullkomna ermalengd

Ermin á skyrtunni á að ná yfir úlnlið og enda þar sem þumalputti byrjar. Ef notaður er jakki yfir á skyrtuermi að ná 1cm niður fyrir jakkaermi.

Hvernig skal gyrða skyrtu

Þegar skyrta er gyrt, á að passa að krumpa skyrtuna ekki of mikið. Tölur, belti og buxnaklauf eiga að vera í beinni línu. Passa skal að skyrtan sé nægilega löng svo hún lyftist ekki uppúr buxum þegar viðkomandi beygir sig.

Punkturinn yfir i-ið

Klæddu þig í stíl með viðeigandi skóm og belti. Vanalega eru þessir hlutir teknir í sama lit (svartir skór og svart belti). Rétta bindið setur svo punktinn
yfir i-ið.

Stærðartafla