BROS tekst á við loftlagsbreytingar

Bros auglýsingavörur hafa um nokkurt skeið boðið upp á umhverfisvænar og margnota vörur. Á þann hátt höfum við, í samstarfi við viðskiptavini okkar, komið í veg fyrir sóun hráefna og útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Nú hefur Bros gengið enn lengra og býður upp á gróðursett tré og kolefnisbindingu með vörum sem keyptar eru hjá fyrirtækinu. Fyrirtæki geta þannig sýnt umhverfisstefnu sína í verki með því að afhenda tré samhliða umhverfisvænni vöru til viðskiptavina og starfsmanna. Öll tré eru kóðuð og hægt er að sjá ýmsar upplýsingar um þau á vefnum, s.s. staðsetningu, tegund og áætlaða kolefnisbindingu. Ef trjám er deilt á samfélagsmiðlum eykur það enn frekar sýnileika fyrirtækja og vörumerkja. Boðið er upp á ýmsar útfærslur og hægt er að aðlaga þær að þörfum fyrirtækja.

Verkefnið er í samstarfi við fyrirtækið TreememberMe og Skógræktina sem sér um að gróðursetja trén í ábyrgum íslenskum skógum í eigu þjóðarinnar. Trén uppfylla allar helstu kröfur sem gerðar eru til kolefnisbindingar. Einungis er gróðursett í rýrt land.

Hægt er að fræðast meira um TreememberMe á heimasíðu þeirra treememberme.com

Við erum með gott úrval af umhverfisvænum vörum sem þú getur skoðað hér.

 

Á myndinni má sjá Sturlaug og Hauk Björnsson framkvæmdastjóra TreememberMe  innsigla samstarfið þann 16. september síðast liðinn á degi Íslenskrar náttúru.