6 hugmyndir að gjöfum

Besta leiðin til þess að breiða út jólagleðina er að gleðja starfsfólkið þitt með nytsamlegum gjöfum.

Nú þegar árinu fer að ljúka taka við fundir um markmið næsta árs og of mikið kolvetnisát.

Þegar þú ert að leita af hugulsamri jólagjöf fyrir starfsfólk og viðskiptavini er auðvelt að bugast á úrvalinu. Þú getur andað léttar því Bros er tilbúið að aðstoða þig.

6 hugmyndir að gjöfum

Við höfum valið þá flokka sem henta alltaf vel í jólapakkann og handvalið úr hverjum flokki eina gjöf sem við höfum mikla trúa á.

Við kaup á þessum völdu vörum ætlum við að gefa þér auka gjöf til að gefa með, því hver vara afhendist til þín í merktum taupoka, með þínu merki.

Fatnaður

Það er líklegra en ekki að starfsfólkið þitt þurfi á þessum köldustu tímum vetrarins á hlýjum og góðum fatnaði að halda. Þá er tilvalið að setja þessa tímalausu og þægilegu jakka, sem henta öllum, í pakkann.

Tækni

Íslendingar eru aldrei jafn duglegir að hreyfa sig og strax eftir áramót, þar sem allir eru staðráðnir í að koma sér í sama formið og fyrir hátíðirnar. Líkamsræktarstöðvar landsins fyllast og á götum úti er varla þverfótað fyrir hlaupurum. Með þessu heilsuúri sér þitt fólk árangurinn af erfiðinu í rauntíma. Úrvalið af tæknivörum hefur aldrei verið breiðara og vörurnar aldrei verið betri. Skoðaðu tæknina hjá okkur og komdu virkilega á óvart þessi jólin.

Ferðalög

Ferðamannafjöldinn er sífellt að aukast til landsins, það gerir einnig fjöldi Íslendinga sem ferðast erlendis, því eru miklar líkur á að þínir starfsmenn fari erlendis í frí á næsta ári. Ef það er slæmt að vera á tónleikum í Reykjavík með 4% hleðslu eftir á símanum þá geturðu ímyndað þér að vera í sömu sporum á götum Barcelona sé margfalt verra. Vertu bjargvættur ferðalagsins með heitustu jólagjöfinni í ár, hleðslubakpoka.

Eldhúsvörur

Yfir hátíðirnar fer fólk í, að virðist, endalaust af matarboðum. Það eru því miklar líkur á að þitt starfsfólk muni halda nokkur matarboðin. Hafðu þitt merki sýnilegt á borðum landans yfir hátíðirnar með glæsilegu japönsku hnífasetti, með þínu merki.

Gjafasett

Ein mest notaða og vinsælasta leiðin til að láta starfsfólki finnast það vel metið eru persónuleg og vel útlátin gjafasett. Vínsett er því alltaf kærkomin og nytsamleg gjöf á öll heimili, ekki skemmir fyrir að vínsettið kemur í glæsilegum bambus kassa, sem ber þitt merki á smekklegan og áberandi hátt.

Drykkjarvörur

Ef þú mættir velja á milli kaffisins úr kaffivélinni heima eða uppáhellings af bensínstöð myndir þú mjög líklega velja heimakaffið. Gefðu þínu fólki þennan valkost með þessu glæsilega ferðamáli úr stáli.

Skoðaðu tilboðið okkar, þar sem við höfum valið eina gjöf úr öllum ofantöldum flokkum.

Þær gjafir færð þú afhentar í sérmerktum taupoka með þínu merki, þér að kostnaðarlausu.

SKOÐA TILBOÐ