5 kostir við notkun á auglýsingavörum

1. Aukin vörumerkjavitund

Markmið fyrirtækja, stórra sem smárra, er oftast að auka vörumerkjavitund. Hvernig getur þú látið þitt merki standa út úr í samkeppninni, ásamt því að brennimerkja það í huga viðskiptavina, núverandi og tilvonandi? Ein leið er að fara nýstárlegar leiðir í markaðssetningu. Merktar auglýsingavörur er einföld og skilvirk leið til þess að auka vörumerkjavitund fyrir þitt merki. Með því að merkja vörur með þínu merki sem viðskiptavinurinn getur notað í sínu daglega lífi, nærðu að halda þínu merki efst í huga hans.

2. Mikil útbreiðsla á lágu verði

Með takmörkuðu fjármagni getur verið erfitt að finna þá markaðsherferð sem nýtist þínu merki best og hvaða herferð gefur þér mest fyrir peninginn. Merktar auglýsingavörur getur verið ódýr og langlíf fjárfesting fyrir þitt merki. Hafðu það í huga að lítil gjöf er frábær leið til að auka tryggð viðskiptavinarins. Ef þú rekur verslun getur ein lítil, merkt gjöf sem fylgir kaupum verið frábær leið til þess að segja takk.

3. Nýstárlegt nafnspjald

Þó að nafnspjöldin muni alltaf verða mikilvægur hlekkur í viðskiptatengslum geta auglýsingavörur verið skemmtileg og skapandi leið til að koma þínum upplýsingum á framfæri. Í staðinn fyrir að skilja viðskiptavininn eftir með enn eitt nafnspjaldið er til dæmis hægt að láta hann fá nafnspjald og merkta auglýsingavöru. Nafnspjald og merktur USB lykill eða merktur penni er blanda sem lætur þitt merki standa út úr.

4. Taktík

Þegar kemur að því að markaðssetja fyrirtæki eða vöru ber að hafa í huga endurtekna birtingu. Hvernig getur þú haldið þínu merki stöðugt fyrir augum viðskiptavina, án þess að þurfa að eyða miklum peningum? Það er auðvelt, einfaldlega hugsaðu um hvaða hluti viðskiptavinurinn er líklegur til að halda upp á. Ef þú átt bar, væri líklega sterkt að gefa viðskiptavinum merkta upptakara. Ef þú ert ljósmyndari, getur þú afhent viðskiptavinum myndirnar á merktum USB lykli.

5. Fjölbreytileikinn

Hvernig lítur yfirlit markaðsherferða þíns merkis út? Hugsaðu þetta svona: Ef þú mættir velja um að borða sömu pítsuna, tvisvar í viku, í hverri viku eða fá tvær mismunandi máltíðir í hverri viku, hvort myndirðu velja? Við myndum líklega öll velja fjölbreytileikann. Sama á við um markaðsherferðir fyrirtækja. Þótt það sé mikilvægt að hafa stöðugleika, þá er ekki síður mikilvægt að geta breytt út af vananum og sýnt þitt merki á fjölbreytilegan hátt.